Share to:

 

A Clockwork Orange (bók)

A Clockwork Orange
HöfundurAnthony Burgess
LandFáni Bretlands Bretland
TungumálEnska
StefnurVísindaskáldsaga, dystópía, ádeila, svartur húmor
ÚtgefandiWilliam Heinemann
Útgáfudagur
17. maí 1962

A Clockwork Orange er skáldsaga eftir Anthony Burgess sem kom út árið 1962. Við ritun bókarinnar útbjó Burgess heilt slangurmál frá grunni sem hann nefnir Nadsat, og er að mestu byggt á rússnesku. Bókin var mjög umdeild þegar hún kom út. Árið 1971 gerði Stanley Kubrick samnefnda kvikmynd sem var byggð á bókinni.

Söguþráður

A Clockwork Orange (eða Vélgengt glóaldin) er framtíðarsaga sem gerist (líklega) á Bretlandi. Hún er sögð í fyrstu persónu og nefnist sögumaðurinn Alex. Hann er fimmtán ára, hneigður til ofbeldis og mjög uppreisnagjarn. Hann og félagar hans (Pete, Dim og Georgie) mynda klíku og eru allir sem einn ólöghlýðnir fantar. Þeir hanga venjulega á Mjólkurbarnum (Duke of New York) og fremja þess á milli hrylliega ofbeldisglæpi, stunda innbrot, árásir og nauðganir. Loks nær hinn langa hönd laganna til Alex og hann er settur í fangelsi.

Til að losna fyrr út tekur Alex þátt í undarlegri tilraun (Ludovico's Technique) sem á að gera hann að löghlýðnum borgara. Tilraunin er að öllu leyti óhefðbundin, en hún felst í því að hann er sprautaður með lyfi og látinn horfa á hryllilegustu glæpi með augun glennt upp á gátt og höfuðið skorðað þannig að hann geti ekki litið undan. Og meðan er spiluð klassísk tónlist, en Alex hafði unun af slíkri tónlist og tengir hana við ofbeldi, enda hafði hann ósjaldan hlustað á hana meðan hann vann illvirki sín. Tilraunin hefur það sterk áhrif á hann fær viðbjóð á ofbeldi og klassískri tónlist.

Þegar Alex svo losnar úr fangelsinu og kemur heim til foreldra sinna hafa þeir leigt út herbergið hans og henda honum út. Hann ráfar um göturnar og rekst fyrr en varir á vin sinn Dim, sem er orðinn lögregluþjónn. Dim og vinur hans, sem einnig er lögregluþjónn, taka Alex og fara með hann út í sveit og berja hann. Alex rís upp og ráfar um sveitirnar og lendir fyrir tilviljun í höndum eiginmanns konunnar sem hann nauðgaði nokkrum árum fyrr. Hann og vinir hans ákveða að nota Alex sem vopn gegn politískum andstæðingum sínum. Þau loka hann inni og vonast til að hann fremji sjálfsmorð, sem Alex reynir líka með því að hoppa út um glugga. Hann lifir það þó af.

Í síðasta þætti bókarinnar er tilrauninni snúið við, og Alex verður aftur ofbeldishneigður og stofnar klíku. Hann stundar ofbeldi, en eftir að hann hittir Pete, gamlan klíkuvin sinn, sem er vaxinn upp úr brotaferli sínum, hugsar hann til þess möguleika að til sé annarskonar líf. Bókin endar svo á því að Alex lætur sig dreyma um maka og að eignast afkvæmi. Jafnvel þó hann geri sér grein fyrir að næsta kynslóð verði einnig ofbeldishneigð. Margt er þó tvíbent í sögunni og erfitt að átta sig á hverjar raunverulegar hneigðir sögumanns eru í lokin.

Ytri krækjur

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Index: pl ar de en es fr it arz nl ja pt ceb sv uk vi war zh ru af ast az bg zh-min-nan bn be ca cs cy da et el eo eu fa gl ko hi hr id he ka la lv lt hu mk ms min no nn ce uz kk ro simple sk sl sr sh fi ta tt th tg azb tr ur zh-yue hy my ace als am an hyw ban bjn map-bms ba be-tarask bcl bpy bar bs br cv nv eml hif fo fy ga gd gu hak ha hsb io ig ilo ia ie os is jv kn ht ku ckb ky mrj lb lij li lmo mai mg ml zh-classical mr xmf mzn cdo mn nap new ne frr oc mhr or as pa pnb ps pms nds crh qu sa sah sco sq scn si sd szl su sw tl shn te bug vec vo wa wuu yi yo diq bat-smg zu lad kbd ang smn ab roa-rup frp arc gn av ay bh bi bo bxr cbk-zam co za dag ary se pdc dv dsb myv ext fur gv gag inh ki glk gan guw xal haw rw kbp pam csb kw km kv koi kg gom ks gcr lo lbe ltg lez nia ln jbo lg mt mi tw mwl mdf mnw nqo fj nah na nds-nl nrm nov om pi pag pap pfl pcd krc kaa ksh rm rue sm sat sc trv stq nso sn cu so srn kab roa-tara tet tpi to chr tum tk tyv udm ug vep fiu-vro vls wo xh zea ty ak bm ch ny ee ff got iu ik kl mad cr pih ami pwn pnt dz rmy rn sg st tn ss ti din chy ts kcg ve 
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 
Kembali kehalaman sebelumnya