Share to:

 

Jóladraumur

Jóladraumur
Reimleikasaga frá jólum
Ebenezers Scrooge er vitjað af afturgöngu Jacobs Marley á myndskreytingu eftir John Leech.
HöfundurCharles Dickens
Upprunalegur titillA Christmas Carol. In Prose. Being a Ghost Story of Christmas
ÞýðandiKarl Ísfeld (1942)
Þorsteinn frá Hamri (1986)
LandBretland
TungumálEnska
ÚtgefandiChapman & Hall
Útgáfudagur
19. desember 1843; fyrir 181 ári (1843-12-19)
ISBNISBN 9979531371

Jóladraumur, einnig kallað Jólasaga eða Jólaævintýri (enska: A Christmas Carol) er stutt skáldsaga eftir enska rithöfundinn Charles Dickens sem kom fyrst út árið 1843. Sagan er talin með vinsælustu verkum Dickens og er talin sígild saga um jólahátíðina. Ótal kvikmyndir, leikrit og aðrar uppsetningar og endurtúlkanir hafa verið gerðar eftir bókinni í gegnum árin.

Söguþráður

Sagan gerist í London og fjallar um gamlan nirfil að nafni Ebenezer Scrooge. Scrooge er ríkur og gráðugur viðskiptamaður sem ber enga hlýju til annars fólks, býr einn, heldur ekki upp á jólin, neitar að hjálpa fátæklingum sem til hans leita og þrælar út skrifara sínum, Bob Cratchit, fyrir lúsarlaun. Jólanótt eina er Scrooge vitjað af draugi fyrrum viðskiptafélaga síns, Jacob Marley, sem segir honum að hann hafi verið dæmdur til eilífrar útskúfunar og kvala eftir dauða sinn þar sem hann hafi stundað sömu iðju og Scrooge. Marley tilkynnir Scrooge að hann eigi von á heimsókn þriggja anda jólanna sem muni hjálpa honum að bæta ráð sitt og forðast þannig glötun.[1]

Meginhluti sögunnar fjallar um heimsóknir jólaandanna til Scrooge, en þeir sýna honum hver um sig jól fortíðar, nútíðar og framtíðar. Fyrsti andinn sýnir Scrooge liðna ævi hans sjálfs og hvernig hann þróaðist úr viðkvæmu en góðhjörtuðu barni í kaldlyndan og eigingjarnan mann. Annar sýnir Scrooge jólin sem eru þá að líða og gleðina og hlýjuna sem grípur flesta samborgara hans yfir hátíðina. Sá síðasti sýnir Scrooge framtíð hans sjálfs og hvernig hann mun deyja einsamall og hataður ef hann breytist ekki.[2]

Með sýnum sínum af fortíð, nútíð og framtíð ákveður Scrooge að bæta ráð sitt og verður þrátt fyrir allt góður maður.[1]

Íslenskar þýðingar

Jóladraumur kom fyrst út óstytt í íslenskri þýðingu Karls Ísfeld árið 1942 og bar þá undirtitilinn Saga um reimleika á jólum. Sagan birtist ásamt tveimur öðrum jólasögum Dickens í bók undir titlinum Jólaævintýri. Árið 1986 kom út önnur íslensk þýðing eftir Þorstein frá Hamri með undirtitilinn Reimleikasaga frá jólum.[3]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Jóhann Hjálmarsson (3. janúar 1987). „Nirfill bætir ráð sitt“. mbl.is. Sótt 31. desember 2022.
  2. Örn Ólafsson (19. nóvember 1986). „Andar jólanna“. Dagblaðið Vísir. bls. 18.
  3. Ástráður Eysteinsson (1. janúar 2012). „Dokað við eftir Dickens: Charles Dickens í íslenskum bókmenntaheimi“. Andvari. bls. 133-154.
  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Index: pl ar de en es fr it arz nl ja pt ceb sv uk vi war zh ru af ast az bg zh-min-nan bn be ca cs cy da et el eo eu fa gl ko hi hr id he ka la lv lt hu mk ms min no nn ce uz kk ro simple sk sl sr sh fi ta tt th tg azb tr ur zh-yue hy my ace als am an hyw ban bjn map-bms ba be-tarask bcl bpy bar bs br cv nv eml hif fo fy ga gd gu hak ha hsb io ig ilo ia ie os is jv kn ht ku ckb ky mrj lb lij li lmo mai mg ml zh-classical mr xmf mzn cdo mn nap new ne frr oc mhr or as pa pnb ps pms nds crh qu sa sah sco sq scn si sd szl su sw tl shn te bug vec vo wa wuu yi yo diq bat-smg zu lad kbd ang smn ab roa-rup frp arc gn av ay bh bi bo bxr cbk-zam co za dag ary se pdc dv dsb myv ext fur gv gag inh ki glk gan guw xal haw rw kbp pam csb kw km kv koi kg gom ks gcr lo lbe ltg lez nia ln jbo lg mt mi tw mwl mdf mnw nqo fj nah na nds-nl nrm nov om pi pag pap pfl pcd krc kaa ksh rm rue sm sat sc trv stq nso sn cu so srn kab roa-tara tet tpi to chr tum tk tyv udm ug vep fiu-vro vls wo xh zea ty ak bm ch ny ee ff got iu ik kl mad cr pih ami pwn pnt dz rmy rn sg st tn ss ti din chy ts kcg ve 
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 
Kembali kehalaman sebelumnya