Making a MurdererMaking a murderer er bandarísk tíu þátta heimildarmynd sem Netflix birti fyrst 18.desember 2015. Handritshöfundar og leikstjórar eru Laura Ricciardi og Moira Demos. Þau könnuðu sögu Steven Avery frá Wisconsin. Hann var í 18 ár í fangelsi fyrir kynferðisafbrot og tilraun til manndráps á Penny Beerntsen og dómnum var síðan áfrýjað árið 2003. Árið 2005 var hann síðan handtekin vegna grunns um aðild á morði Teresa Halbach sem var ljósmyndari og var síðan dæmdur árið 2007 fyrir morðið á henni. Þáttaröðin fjallar einnig um handtöku, saksókn og dóm frænda Steven Avery, Brendan Dassey, sem var einnig ásakaður fyrir morðið á Teresa Halbach. Þáttaröðin var tekinn upp á tíu ára tímabili og þurftu höfundarnir að flakka á milli New York og Wisconsin á meðan tökum stóð. Jon Voight Efni þáttarinsÞættirnir fara ítarlega í gegn um líf Steven Avery. Fjölskylda hans á land í bænum Manitowoc Country sem er í Wisconsin. Árið 1985 var Steven Avery handtekin og dæmdur fyrir kynferðisbrot og tilraun til manndráps á Penny Beernsten þrátt fyrir að hafa fjarvistarsönnun. Síðan eftir 18 ár í fangelsi var hann síðan áfrýjaður dómnum með hjálp sakleysis verkefnisins, þegar DNA í málinu pössuðu við annan mann. Steven Avery var síðan sleppt úr fangelsi árið 2003 og lagði hann fram 36 milljón dollara kæru gegn Manitowoc country og nokkrum embættismönnum vegna fyrstu handtöku hans. Stuttu seinna eftir að hann var að leggja fram kæruna var hann ásakaður um aðild í morði af Teresu Halbach, sem síðast sást á lóð Avery fjölskyldunnar þegar hún var að taka mynd af bíl sem var á sölu. Þættirnir kanna málefni og aðferðir sýslumannanna sem leiddi til fyrsta dómsins hans. Þessir sömu menn tóku þátt í rannsókninni á morðinu á Teresu. Brendan Dassey, frændi Stevens, var einnig ásakaður og sekur fyrir að hjálpa honum við morðið á Teresu. Mál hans er tekið fyrir í þáttunum. Einstaklingar í þáttunumAvery family
Fornarlömb
Heimildir
|