Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu 1991 eða Copa América 1991 var 35. Suður-Ameríkukeppnin í knattspyrnu og var haldin í Síle dagana 5. til 21. júlí. Tíu lið kepptu á mótinu og var þeim skipt upp í tvo fimm liða riðla þar sem tvö efstu liðin fóru í úrslitariðil. Argentínumenn unnu sinn þrettánda titil og þann fyrsta frá árinu 1959.
Þrjú lið enduðu jöfn að stigum í B-riðli. Brasilíumenn skoruðu lokamark sitt í 3:1 sigri á Ekvador á 89. mínútu og komust þannig áfram á kostnað Úrúgvæ á fleiri skoruðum mörkum.