Share to:

 

Sveppagaldrar í Sveppaborg

Sveppagaldrar í Sveppaborg (franska: Il y a un sorcier à Champignac) er önnur Svals og Vals-bókin og fyrsta sagan í fullri lengd. Höfundur hennar var Franquin. Sagan birtist í teiknimyndablaðinu Sval 1950-51 en kom út á bókarformi árið 1951. Íslensk útgáfa kom út árið 2017 hjá Froski útgáfu.

Söguþráður

Svalur og Valur bregða sér í útilegu í námunda við hina friðsælu Sveppaborg. Þegar þangað er komið uppgötva þeir að undarlegir hlutir eru á seyði: skepnur bænda hríðhorast eða vaxa með ógnarhraða og fólk fellur í fastasvefn. Oftar en ekki finnast torkennilegir sveppir á vettvangi. Reiði bæjarbúa beinist að sígauna nokkrum, sem er sakaður um að vera göldróttur. Svalur og Valur efast þó um sekt hans.

Í námunda við bæinn er dularfullt setur sérviturs greifa. Greifinn rænir Val og framkvæmir á honum tilraunir. Valur öðlast tímabundna ofurkrafta og frelsar sígaunann úr klóm reiðs múgsins. Sveppagreifinn biðst afsökunar á ónæðinu sem tilraunir hans hafa valdið og lofar að bæta skaðann.

Skömmu síðar lesa Svalur og Valur um aldraðan íþróttamann sem sigri í hverju mótinu á fætur öðru. Grunur þeirra er fljótlega staðfestur: greifinn hefur þróað sveppalyf sem gefur honum ofurkrafta. Með því að keppa á íþróttamótum hyggst hann safna peningum til að standa undir rannsóknum sínum.

Smáglæpamaður kemst á snoðir um töfralyfið. Hann stelur því og gerist stórtækur ræningi með ofurkrafta. Að lokum dvína þó áhrif lyfsins og Svalur og Valur koma honum í hendur lögreglu.

Fróðleiksmolar

  • Þetta er fyrsta bókin þar sem Sveppagreifinn kemur við sögu. Í bókinni er hann ástríðufullur vísindamaður sem hugsar ekkert um afleiðingar gjörða sinna og skeytir lítið um aðra. Persóna hans átti eftir að breytast mikið í næstu bókum.
  • Í bókinni skapar Franquin samfélagið Sveppaborg, sem síðar átti eftir að veða vettvangur fjölmargra sagna í bókaflokknum. Ýmsar aukapersónur, s.s. hinn alvörugefni og málglaði borgarstjóri Sveppaborgar eru kynntar til sögunnar.

Útgáfuupplýsingar

Sveppagaldrar í Sveppaborg var gefin út af Froski útgáfu árið 2017. Jean Antoine Posocco, eigandi útgáfunnar, sá um uppsetningu og handskrift. Auður S. Arndal er skráð fyrir íslenskri þýðingu.

Index: pl ar de en es fr it arz nl ja pt ceb sv uk vi war zh ru af ast az bg zh-min-nan bn be ca cs cy da et el eo eu fa gl ko hi hr id he ka la lv lt hu mk ms min no nn ce uz kk ro simple sk sl sr sh fi ta tt th tg azb tr ur zh-yue hy my ace als am an hyw ban bjn map-bms ba be-tarask bcl bpy bar bs br cv nv eml hif fo fy ga gd gu hak ha hsb io ig ilo ia ie os is jv kn ht ku ckb ky mrj lb lij li lmo mai mg ml zh-classical mr xmf mzn cdo mn nap new ne frr oc mhr or as pa pnb ps pms nds crh qu sa sah sco sq scn si sd szl su sw tl shn te bug vec vo wa wuu yi yo diq bat-smg zu lad kbd ang smn ab roa-rup frp arc gn av ay bh bi bo bxr cbk-zam co za dag ary se pdc dv dsb myv ext fur gv gag inh ki glk gan guw xal haw rw kbp pam csb kw km kv koi kg gom ks gcr lo lbe ltg lez nia ln jbo lg mt mi tw mwl mdf mnw nqo fj nah na nds-nl nrm nov om pi pag pap pfl pcd krc kaa ksh rm rue sm sat sc trv stq nso sn cu so srn kab roa-tara tet tpi to chr tum tk tyv udm ug vep fiu-vro vls wo xh zea ty ak bm ch ny ee ff got iu ik kl mad cr pih ami pwn pnt dz rmy rn sg st tn ss ti din chy ts kcg ve 
Prefix: a b c d e f g h i j k l m n o p q r s t u v w x y z 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 
Kembali kehalaman sebelumnya