Offenbach am Main
![]() Offenbach am Main er fimmta stærsta borgin í þýska sambandslandinu Hessen með 130 þúsund íbúa (2019). Borgin er iðnaðarborg en hefur ætíð staðið í skugganum á Frankfurt. Mikill rígur er milli þessara nágrannaborga, meðal almennings, fyrirtækja og sérstaklega í íþróttum. Aðalstöðvar þýsku veðurstofunnar eru staðsettar í Offenbach. LegaOffenbach liggur við ána Main og er hluti af stórborgarsvæði Frankfurts. Næstu borgir eru Frankfurt am Main til vesturs (samvaxnar), Darmstadt til suðurs (20 km) og Würzburg til suðausturs (60 km). SkjaldarmerkiSkjaldarmerki Offenbach sýnir hvíta eik með fimm akörnum á bláum fleti. Eikin er tákn um ríkisskóginn Reichsforst Dreieich sem borgin var áður fyrr hluti af. OrðsifjarBorgin hét upphaflega Ovenbach og er dregið af mannanafninu Ovo eða Offo. Merkingin er því lækurinn hans Ovo (bach = lækur).[1] Söguágrip977 kemur Offenbach fyrst við skjöl, en þá var Otto II keisari þar á bæ. Næstu aldir kemur bærinn lítið við sögu og skiptir nokkrum sinnum um eigendur. 1372 leigði Filippus greifi af Falkenstein bæinn til Frankfurt fyrir 1000 gyllini. 1486 skipti bærinn aftur um eigendur, er greifarnir af Isenburg erfðu bæinn og reistu sér kastala þar. 1559 urðu siðaskiptin í bænum. Í 30 ára stríðinu hertók bæverskur keisaraher Offenbach. 1631 mætti Gústaf Adolf Svíakonungur á svæðið og náði að hrekja Bæjara burt. Gústaf Adolf lét gera umsátur um Frankfurt meðan hann sat í Offenbach. Þegar Frankfurt gafst upp, tók Svíakonungur við uppgjafabréfi þeirra í kastalanum í Offenbach. 1698 tóku greifarnir við mörgum húgenottum, sem reistu sér ný hverfi í bænum. Það var upphafið að miklum handverksiðnaði, til dæmis leðuriðnaði. Í kjölfarið stækkaði bærinn ört. 1815 úrskurðaði Vínarfundurinn að hrifsa bæinn úr höndum greifanna frá Isenburg sökum stuðnings þeirra við Napoleon. Bærinn varð til skamms tíma eign Austurríkis, en varð brátt hluti af stórhertogadæminu Hessen-Nassau. Á þeim tíma mun Offenbach hafa verið orðin að borg. 1920 hertóku Frakkar borgina í einn mánuð en Frakkar réðu þá Rínarlöndunum. Í heimstyrjöldinni síðari varð Offenbach fyrir þó nokkrum loftárásum. 36% borgarinnar eyðilagðist. 1954 fór íbúatala borgarinnar yfir 100 þús. 1997 hélt borgin upp á 1000 ára afmæli sitt með stórhátíð. ÍþróttirAðalknattspyrnulið borgarinnar er Kickers Offenbach sem leikur oftar en ekki í 2. deild. Liðið varð bikarmeistari 1970. Þekktasti leikmaður félagsins var Rudi Völler, seinna þjálfari þýska landsliðsins. Frægustu börn borgarinnar
Byggingar og kennileiti![]() ![]()
Tilvísanir
HeimildirFyrirmynd greinarinnar var „Offenbach am Main“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt mars 2010. ![]() Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Offenbach am Main. |